Ábending til hjólreiðamanna!

Eftir að hafa horft upp á miður vafasamar aðferðir við reiðhjólaiðkun síðastliðna viku vil ég endilega koma þessum ábendingum á framfæri.

Eigi skal hjóla í kringum sundlaug nema þú sért tilbúin að taka þér sundsprett með hjólinu, ert yfir 30 kg. í þyngd og hafir þol í að synda með hjólið að bakkanum og lyfta því upp úr sjálf (heyrirðu það dóttir góð?! .... betra að hlusta stundum á varúðarorð móður sinnar!)

Hjólreiðar á nóttu til á þröngum skógarstígum með vafasamt alkóhólmagn í æðum er ekki góður kostur! Frekar skal reiða hjólið heim á leið svo ekki verði árekstur þar sem tveir hjólreiðamenn sjá ekki hvorn annann vegna ölvunar og myrkurs. Markó ..... Póló ... aðferðin dugar ekki við þessar aðstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Díta 21.3.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband